
Náms- og starfsráðgjöf

Sandra Hlín Guðmundsdóttir
sandra.gudmundsdottir@borgo.is
Viðtalstímar mánudagar til fimmtudagar kl. 9:00-15:30 og föstudaga kl. 9:00-14:00

Kristín Birna Jónasdóttir
kristin.jonasdottir@borgo.is
Viðtalstímar mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-15:30 og föstudaga kl. 8:30 -14:00
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda á sem breiðustum vettvangi. Náms- og starfsráðgjöfum er ætlað að starfa í þágu nemenda, leita lausna í málum þeirra og gæta þess að nemendur búi við jafnrétti og að réttlætis sé gætt gagnvart þeim innan skólans.
Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofu í stofu 309 á 3. hæð.
Bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjafa
Stuðningur náms- og starfsráðgjafa Borgarholtsskóla er m.a. eftirfarandi:
- Ráðgjöf um vinnubrögð í námi og námsaðferðir.
- Persónuleg ráðgjöf og stuðningur í vanda eins og:
- Lesörðugleika (Dyslexíu), námsleiða, slaka mætingu, kvíða, þunglyndi, vímuefnavanda, langtímaveikindum og fötlun.
- Námskeið: Námstækninámskeið og hópráðgjöf.
- Ráðgjöf við náms- og starfsval:
- Áhugasviðspróf (Bendill og STRONG).
- Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum.
- Tengsl við önnur skólastig og atvinnulíf.
Uppfært:21/08/2023