Líf í borgarholtsskóla

Heilsuvika

Byrjar: 29/09/2025

Endar: 03/10/2025

Vikan 29.september – 3.október er heilsuvika Borgarholtsskóla. 

Dagskrá er eftirfarandi:

Mánudaginn 29. september, sem er fyrsti dagur heilsuvikunnar, er nemendum boðið upp á ávexti og lýsi í anddyri skólans en það verður í boði alla morgna vikunnar. Á fimmtudaginn verða líka soðin egg í boði.

Alla vikuna verður í gangi Instagramleikur og í hvert skipti sem nemandi setur mynd eða myndband af sér á instagram að stunda hreyfingu og taggar borgo_skoli og nfbhs kemt hann í pott og gtetur átt von á góðum vinningum í lok vikunnar. Það má taka þátt eins oft og fólk vill.

Mánudaginn, 29.september verður verður keppt í hlaupi upp stigana í skólanum í hádegishléinu.
Þriðjudaginn 30. september verður keppt í róðri á róðrarvélum í matsal skólans í hádegishléinu. Eftir þá keppni verður róðrameistari skólans 2025 krýndur.
Miðvikudaginn 1. október mun Ari Eldjárn vera með uppistand í hádegishléinu.
Fimmtudaginn 2. október verður hreyfitíminn kl. 10:45-12:45 og í raun aðaldagskrá heilsuvikunnar.
Föstudaginn 3.október verður dregið út í Instagramleiknum.