Líf í borgarholtsskóla

Sérnámsbraut

Nám á sérnámsbraut er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla. Fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja með umsókn á sérnámsbraut. Nám á sérnámsbraut er fjögur ár en þar sem námið er allt einstaklingsmiðað eru mismunandi áherslur fyrir hvern nemanda og þátttaka í áföngum mismunandi. Leitast er við að hafa námið sem fjölbreyttast innan brautarinnar og áhersla er á samstarf við aðrar brautir.

Boðið er upp á fjögurra ára nám þar sem á fyrsta og öðru ári er lögð áhersla á að viðhalda og bæta við þá færni og þekkingu sem fyrir er, en á þriðja og fjórða ári er lögð áhersla á tengingu við atvinnulífið þar sem nemendur fara í starfskynningar og starfsþjálfun. Nemendur útskrifast af brautinni með allt að 240 einingar. Kjarni brautarinnar er 134 einingar og velja nemendur allt að 106 einingar í samráði við kennara. Mögulegt er að ljúka brautinni með færri einingum, en námstími er bundinn við fjögur ár.

Fréttir af sérnámsbraut.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um sérnámsbraut í Borgarholtsskóla veitir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undibúnings- og sérnámsbrautar.

Uppfært: 31/01/2024

Sjá fréttir um Sérnámsbraut