04/01/2026 | Ritstjórn
Upphaf vorannar 2026

Kennsla á vorönn 2026 hefst 6. janúar samkvæmt stundatöflu. Námsgagnalista má finna á Innu.
Töflubreytingar hefjast 3. janúar. Aðrir nemendur en útskriftarefni senda inn beiðnir um töflubreytingar rafrænt í gegnum Innu og verða þær afgreiddar svo fljótt sem auðið verður. Leiðbeiningar um rafrænar töflubreytingar.
Útskriftarefni (þeir nemendur sem eiga um 35 einingar eða minna eftir af sinni braut) eru hvött til að hafa samband við sinn sviðsstjóra, fóstru mætingar og umsjónar eða áfangastjóra til að tryggja að allir nauðsynlegir áfangar til útskriftar séu í töflu.
Hægt er að fylgjast með lífinu í skólanum á instagramsíðum skólans, nemendafélagsins auk vefsíðu NFBHS.

