Líf í borgarholtsskóla

12/02/2024 | Ritstjórn

Sveinspróf í Borgarholtsskóla

Nemar í sveinsprófi

Nemar í sveinsprófi

Síðastliðna helgi fór fram sveinspróf í vélvirkjun sem haldið var hér í Borgarholtsskóla. Ellert Daníelusson og Markús G. Sveinbjarnarson héldu utan um framkvæmd prófsins. 18 nemendur tóku prófið en 8 nemendur voru frá Borgarholtsskóla. Aldrei hafa jafn margar konur þreytt sveinspróf í vélvirkjun í einu en þrjár konur tóku prófið. 3 nemar komu frá Vestmannaeyjum sem sóttu um að taka það í Borgarholtsskóla vegna góðrar aðstöðu í skólanum.

Prófið gekk vel og nemum er óskað til hamingju með það að hafa klárað sveinspróf.