25/01/2026 | Ritstjórn
Styrkur til landsliðsferða

Inga Lára, sviðsstjóri íþróttaakademíu, og Ásta Laufey aðstoðarskólameistari ásamt hópi styrkhafa
Í skólanum stundar mikill fjölda nemenda nám í íþróttaakademíu. Nemendur sem eiga sæti í landsliði í sinni íþrótt tóku á dögunum við styrk frá skólanum til að koma til móts við kostnað sem fylgdi landsliðsverkefnum þeirra á síðustu önn.
Sjö nemendur fengu styrkinn að þessu sinni. Þau koma úr fjölbreyttum greinum, Jónas og Viktor úr júdó, Lilja Katrín úr fimleikum, Kristófer úr handknattleik, María af skíðum, Alex Unnar úr handbolta og Kjartan Óli úr frjálsum íþróttum.
Þessum frábæru nemendum er óskað velgengni í sínum verkefnum í framtíðinni.

