02/05/2025 | Ritstjórn
Stormur í úrslitum Ungra frumkvöðla

Nína, Elísa og Rebekka (á myndina vantar Eliju)
Úrslit Ungra frumkvöðla voru kunngjörð á dögunum. Eitt af þeim fyrirtækjum sem kepptu fyrir hönd Borgarholtsskóla komst í úrslit en það var fyrirtækið Stormur. Stormur er fyrirtæki sem býr til afþreyingu fyrir fólk með heilabilun. Þær Elija Ernesta Chirv, Elísa Dís Sigfinnsdóttir, Rebekka Lind Einarsdóttir og Nína Margrét Jónasdóttir standa að fyrirtækinu. Fyrirtækið Urri frá Menntaskólanum við Sund bar sigur úr býtum í keppninni að þessu sinni en ýtarlegri yfirlit yfir úrslit keppninnar má finna finna á heimasíðu Ungra frumkvöðla.
Stormi er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur í keppninni.
Myndagallerí

Stelpurnar kynna hugmyndina sína