27/04/2023 | Ritstjórn
Skólablað á ensku
Hið árlega skólablað nemenda í áfanganum ENS 3C05 er komið út í takmörkuðu upplagi. Þar má finna margar greinar um skóreglu skólans, enda heitir blaðið First They Took Our Shoes – Next They’ll Take Our Socks. Í blaðinu eru viðtöl við nemendur og starfsfólk skólans. Þar má finna lofgreinar um Borgó, Jón Finn og aðra kennara og Liverpool sem og lastgreinar um dökkar hliðar mannlegs eðlis.
Blaðið liggur frammi á göngum skólans og er fólk hvatt til að ná sér í eintak til aflestrar.