Líf í borgarholtsskóla

20/01/2023 | Ritstjórn

Skemmtilegt verkefni í málminum

Kennarar Borgarholtsskóla eru metnaðarfullir og duglegir við að gera ný og spennandi verkefni sem höfða vel til nemenda.

Eitt dæmi um slíkt er eldstæði (e. rocket stove) sem nemendur í málmi unnu í magsuðu. Þetta var töluverð vinna en 70 suður þurftu við smíði eldstæðisins. Að verki loknu fannst öllum  þetta vel þess virði og nemendurnir voru alsælir og sáu mikil not fyrir eldstæðið.

Á næstunni stendur svo til að hanna einhvers konar grill ofan á elstæðið en í millitíðinni hafa nemendur notað þetta til að grilla sykurpúða.

small_image
small_image
small_image