02/05/2025 | Ritstjórn
Samstarfsverkefni kjörsviða

Dramatíkin í hámarki
Nemendur á öðru ári í leiklist og kvikmyndagerð tóku þátt í skemmtilegu samstarfsverkefni nýlega. Nemendur á leiklistarkjörsviði sömdu handrit að sápuóperu og léku á meðan nemendur á kvikmyndakjörsviði kvikmynduðu, sáu um hljóðvinnslu og klipptu.
Verkefnið var bæði þroskandi og skemmtilegt, bæði fyrir nemendur í leiklist og kvikmyndagerð.
Myndagallerí

Nemendur í kvikmyndagerð vinna í verkefninu

Upptökur í gangi

Kvikmyndataka