Líf í borgarholtsskóla

05/09/2023 | Ritstjórn

Rausnarleg gjöf frá Innréttingum og tækjum

Ársæll og Skarphéðinn taka við gjöfinni úr höndum Írisar og Philips

Ársæll og Skarphéðinn taka við gjöfinni úr höndum Írisar og Philips

Á dögunum afhenti starfsfólk Innréttinga og tækja pípulagnadeild skólans höfðinglega gjöf. Þau komu færandi hendi með handlaugar, eldhúsvaska, innbyggð salerni og blöndunartæki frá Fima Therm. Tekið var á móti gjöfinni að Bæjarflöt 19 þar sem innréttuð hefur verið glæsileg aðstaða til kennslu í pípulögnum. Innréttingum og tækjum er þakkað innilega rausnarlega gjöf. Samstarf skólans við atvinnulífið er mjög mikils virði og er að mati skólastjórnenda lykill að menntun ungs fólks til starfa í iðnaði.

Íris Jensen og Philip Grétarsson frá Innréttingum og tækjum afhentu búnaðinn en Ársæll Guðmundsson, skólameistari, veitti honum viðtöku fyrir hönd skólans ásamt Skarphéðni Skarphéðinssyni, deildarstjóra pípulagnadeildar.