20/08/2025 | Ritstjórn
Nýnemadagur

Nýnemar og hluti stjórnar NFBHS í Skemmtigarðinum
Mánudaginn 18. ágúst var nýnemadagur Borgarholtsskóla. Hefð er fyrir því að bjóða nýnemum að koma degi fyrr í skólann en eldri nemum og gefa þeim þannig færi á að kynnast skólahúsnæðinu, umsjónarkennarunum sínum og þeirri þjónustu sem boðið er upp á í skólanum. Nemendafélag skólans gefur öllum nýnemum peysur sem afhentar voru á nýnemadaginn.
Eftir kynningar frá umsjónarkennurum fengu nýnemar grillaðar pylsur og haldið var í skemmtigarðinn þar sem farið var í skemmtilega leiki og var ýmiss afþreying í boði. Dagurinn var mjög vel heppnaður og nýnemar skólans eflaust aðeins öruggari að hefja nám sitt við skólann.
Seinna sama dag var kynning fyrir foreldra/forráðafólk nýnema þar sem þeim var boðið að mæta og kynnast starfsemi skólans og þjónustu hans. Vel var mætt og ljóst að forráðafólk nýnema hyggst taka virkan þátt í námi barna sinna.
Myndagallerí

Nýnemar fá afhentar peysur

Fullt anddyri af nýnemum

Ársæll skólameistari bauð nýnema velkomna

Troðfullur salur

Námsráðgjafar skólans kynntu þjónustu sína

Nemendafélag skólans kynnti félagslífið

Grillaðar pylsur í hádeginu

Nemendur á pylsuvaktinni

Nýnemar í skemmtigarðinum

Veðrið lék við nemendur

Nemendur fóru meðal annars í paintball

Leikir á túninu

Leikir á túninu

Foreldrakynning