Líf í borgarholtsskóla

06/03/2023 | Ritstjórn

Nemandi á afrekssviði á leið til Bandaríkjanna á skólastyrk

Bjartur Eldur Þórsson, nemandi á afrekssviði Borgarholtsskóla, er á leið til Bandaríkjanna að spila amerískan fótbolta á skólastyrk. Bjartur spilar amerískan fótbolta með Einherjum í Kópavogi og er þar í byrjunarliði. Bjartur hefur hlotið skólastyrk við Kiski-skólann í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. Hann er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur skólastyrk í amerískum fótbolta.

Vísir.is tók viðtal við Bjart um styrkinn og ameríska fótboltann. Bjarti er óskað kærlega til hamingju með styrkinn.