Líf í borgarholtsskóla

14/10/2025 | Ritstjórn

Lýðræðisfundur nemenda

Fullur salur af nemendum að ræða skólann

Fullur salur af nemendum að ræða skólann

Í síðustu viku fór fram lýðræðisfundur nemenda, sem haldinn er á haustönn ár hvert. Á fundinum fá nemendur tækifæri til að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á skólasamfélagið sitt.

Í fyrra komu til að mynda fram óskir frá nemendum um fleiri „kósýsvæði“ í skólanum og var brugðist við því í sumar með því að bæta við fleiri slíkum svæðum víðs vegar um skólann.

Að þessu sinni var umræðuefnið þrískipt:

  1. Námið og námsumhverfið – þar sem horft er til þess sem gerist inni í kennslustofunum,
  2. Skólinn sem heild – aðstaðan og umhverfið,
  3. Skólabragurinn – félagslíf og almenn samskipti innan skólans.

Sköpuðust líflegar og áhugaverðar umræður og var metþátttaka á fundinum í ár.