06/05/2025 | Ritstjórn
Lokaverkefni leiklistarkjörsviðs

Fokking heimskur fugl
Nemendur á þriðja ári á leiklistarkjörsviði sýndu lokaverkefnið sitt, Fokking heimskur fugl, í húsnæði Leikfélags Kópavogs í síðustu viku. Sýndar voru þrjár sýningar og voru þær allar vel sóttar. Fokking heimskur fugl er eftir Aron Posner og byggir á Mávinum eftir Chekov. Verkið fjallar um fjölskyldu þar sem allir þrá eitthvað annað en þeir fá.
Sýningin var nemendum og kennurum til sóma og ljóst er að mikil vinna hefur farið í uppsetninguna. Nemendur hafa unnið að verkefninu undir stjórn Guðnýjar Maríu sviðsstjóra auk Flosa, Guðmundar og Evu Bjargar kennara, á listnámsbraut.
Bæði nemendum og kennurum sem komu að sýningu er óskað innilega til hamingju með flotta uppsetningu.
Myndagallerí

Dramatíkin í hámarki