07/11/2025 | Ritstjórn
Leiktu betur

Bleiku strumparnir: Emma, Særún, Hilmar, Guðlaug og Jökull
Leiktu Betur, spunakeppni framhaldsskólanna, fór fram um helgina. Þar öttu kappi við nemendur annarra framhaldsskóla nemendur skólans af leiklistarbraut og . Hópurinn, sem kallaði sig Bleiku strumpana, hefur æft fyrir keppnina í samstarfi við Apollo, leikfélag skólans, og Flosa Jón Ófeigsson kennara í leiklist. Ekki voru þau þó einu nemendur Borgarholtsskóla á svæðinu því nemendur í kvikmyndagerð sáu um að streyma keppninni í beinni netútsendingu.
Úrslitin féllu ekki með Borghyltingum í þetta skiptið en keppendur mega engu að síður vera stolt af frammistöðu sinni. Nemendur í kvikmyndagerð stóðu sig einnig prýðlega undir stjórn kennara síns, Þorgeirs Guðmundssonar, og er þeim er þakkað þeirra framlag.
Myndagallerí

Á fleygiferð í leiknum

Hópurinn í miðjum leik

Atriði Borgarholtsskóla

Mikið um að vera

Nemendur í kvikmyndagerð vinna að streyminu ásamt Þorgeiri

Dagmar á vélinni

Halldór einbeittur

Nemendur á kvikmyndakjörsviði

