Líf í borgarholtsskóla

21/03/2023 | Ritstjórn

Landsliðsstyrkur afhentur

Fimmtudaginn 13. mars var afhentur landsliðsstyrkur fyrir haustönn 2022. Þrír nemendur hlutu styrk að þessu sinni:

  • Elísa Dís Sigfinnsdóttir sem keppir í íshokkí. Hún fór á fjögurra þjóða mót í Póllandi ásamt u18 landsliði Íslands í íshokkí í nóvember síðastliðnum.
  • Skarphéðinn Hjaltason sem keppir í júdó. Hann fór í æfingabúðir í Tékklandi, Svíþjóð og Finnlandi með A-landsliði. Hann keppti einnig á European Youth Olympic festival (u19) og Smáþjóðaleikunum í júdó í Lúxemburg með A-landsliðinu.
  • Gunnlaugur Þorsteinsson sem keppir í íshokkí. Hann fór í landsliðsferð til Serbíu með u20 landsliðinu í íshokkí.
Þessum nemendum er óskað kærlega til hamingju en meðfylgjandi mynd var tekin þegar Arnór Ásgeirsson, verkefnastjóri afrekssviðs, afhenti þeim styrkinn.