Líf í borgarholtsskóla

13/03/2023 | Ritstjórn

Keppni í bílamálun og bifreiðasmíði

Viðburðurinn Mín framtíð  fer fram dagana 16.-18. mars í Laugardalshöll í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þar verða 30 framhaldsskólar kynntir ásamt því að Verkiðn stendur fyrir  Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Keppt er í 22 fagreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni.

Nemendur í Borgarholtsskóla sem leggja stund á bílamálun og bifreiðasmíði keppa í sínum greinum á mótinu en keppnin er þegar hafin í skólanum. Úrslitin ráðast svo með síðustu verkefnunum sem nemendur vinna af hendi á viðburðinum í Laugardalshöll. Nemendur í biðfreiðasmíði eiga meðal annars að rétta þrjár beyglur á hurð, vinna undirvinnu fyrir réttingu ásamt því að sparsla og slípa svo hurðin sé tilbúin fyrir málun. Nemendur í bílamálun eiga meðal annars að mála panel, líma inn strípur á panelinn og mála strípulitinn í réttum hlutföllum samkvæmt fyrirmælum.

Meðfylgjandi myndir eru teknir af nemendum við vinnu í keppninni.