24/11/2025 | Ritstjórn
Hinsegin-vika

Dragkeppnin
Síðastliðin vika var Hinsegin-vika í Borgarholtsskóla. Hinsegin-vikan er í umjón hinseginnefndar skólans og hefur nefndin lagt mikla vinnu í ýmiss konar uppákomur. Þau hafa bakað, boðið upp á kappát og undirbúið Kahootkeppni. Í gærkvöldi var svo hápunktur vikunnar en þá fór fram dragkeppni. Keppnin var virkilega flott og vel heppnuð.
Hinseginnefnd skólans er nú í fararbroddi við skipulagningu á dragkeppni milli framhaldsskólanna. Nefndinni er hrósað fyrir flotta vinnu og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

