15/10/2025 | Ritstjórn
Heimsókn frá aðstandendum Skammarþríhyrningsins

Gréta og Bjarni ásamt nemendum
Nemendur á leiklistarbraut Borgarholtsskóla fóru á dögunum og sáu sýninguna Skammarþríhyrninginn í Borgarleikhúsinu.
Bjarni Snæbjörnsson, leikari í sýningunni, og leikstjóri sýningarinnar, Gréta Kristín Ómarsdóttir, komu í framhaldi í heimsókn og ræddu við nemendur sem komu á sýninguna. Nemendur höfðu spurningar á reiðum höndum og líflegar umræður sköpuðust.
Þess má geta að Óskar Gíslason, nemandi Borgarholtsskóla, sér um lýsingu á sýningunni í Borgarleikhúsinu.
Bjarna og Grétu er þakkað kærlega fyrir komuna. Svona heimsóknir eru frábær tækifæri fyrir nemendur í leiklist að kynnast vinnunni sem fer í sýningar sem þessa.
Myndagallerí

Bjarni, Gréta og nemendur

Gréta og Bjarni