17/11/2025 | Ritstjórn
Dagur íslenskrar tungu

Gunnar Theodór kynnir sig fyrir nemendum Borgarholtsskóla
Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember ár hvert en það var fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins var viðburður á vegum íslenskudeildar Borgarholtsskóla á Borgarbókasafninu í Spönginni föstudaginn 14. nóvember.
Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur hélt fyrirlestur þar sem hann sagði frá bókunum sem hann hefur skrifað, vinnu sinni við gerð kvikmynda og tölvuleikja auk þess sem hann talaði almennt um mikilvægi þess að halda íslenkri tungu lifandi. Einnig las Gunnar Theodór stuttan kafla úr bók sinni, Álfareiðin, sem er nýkomin út. Fyrirlesturinn var bæði fræðandi og skemmtilegur.
Gunnari Theodóri er þakkað kærlega fyrir skemmtunina og fróðlegan fyrirlestur.
Myndagallerí

Gunnar Theodór les úr bók sinni Álfareiðin

