20/12/2024 | Ritstjórn
Brautskráning haust 2024
![Hvítar, rauðar og gráar húfur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_122026-breytt-scaled.jpg)
Hvítar, rauðar og gráar húfur
Föstudaginn 20. desember 2024 fór fram brautskráning í Borgarholtsskóla.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði undir stjórn Daníels Friðjónssonar í anddyri skólans á meðan gestir voru að koma sér fyrir í sætum.
Ársæll Guðmundsson skólameistari setti athöfnina og gaf Nökkva Jarli Bjarnasyni kennara því næst orðið en hann var kynnir og stýrði athöfninni. Nemendur í kvikmyndagerð undir stjórn Þorgeirs Guðmundssonar kennara streymdu beint frá athöfninni á Facebook-síðu skólans.
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál annarinnar og fór yfir helstu viðburði, bæði í hinu formlega skólastarfi og hjá nemendafélagi skólans.
Sönghópur Borgarholtsskóla söng tvö lög undir stjórn Olgulilju Bjarnadóttur kennara. Fyrra lagið sem þau fluttu var Fallegur dagur en lagið og textinn er eftir Bubba Morthens. Hið síðara var hinn þekkti jólasálmur Heims um ból eftir Franz Gruber við texta Sveinbjörns Egilssonar.
Ársæll og Ásta Laufey sáu um brautskráningu nemenda ásamt sviðsstjórum en 93 nemendur voru brautskráðir af námsbrautum skólans og þó nokkrir útskrifuðst af fleiri en einni braut. Fjölmörg verðlaun og viðurkenningar voru veitt fyrir góðan námsárangur.
Aníta Rós Valsdóttir flutti kveðjuávarp útskriftarnema en hún fékk einnig viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélags skólans. Bergur Snorrason flutti ávarp 10 ára útskriftarnema en hann útskrifaðist af viðskipta- og hagfræðibraut árið 2014. Þess má geta að Bergur lauk nú í nóvember doktorsnámi í stærðfræði við Háskóla Íslands.
Ársæll flutti ræðu til útskriftarnema. Hann ræddi um breytingar á samfélaginu og að ungt fólk væri oft dæmt á ósanngjarnan hátt. Hann sagði að eftir langa reynslu í skóla- og uppeldismálum teldi hann að ungt fólk í dag væri upp til hópa kraftmikið, kjarkmikið, víðsýnt og skapandi. Ársæll ræddi einnig um trúarbrögð og hvernig hægt væri að læra umburðarlyndi og náungakærleik af þeim. Að lokum minnti hann nemendur á að fagna breytingum og áskorunum með hugsjón að leiðarljósi.
Velunnurum skólans var þakkað fyrir þeirra framlag til skólastarfsins. Starfsfóki skólans, sem telur um 150 manns, var þakkað fyrir samstarfið á skólaárinu og fyrir að mennta nemendur Borgarholtsskóla af metnaði, hugsjón og fagmennsku. Einnig var öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti komu að framkvæmd og skipulagningu brautskráningarathafnarinnar færðar sérstakar þakkir.
Fleiri myndir frá athöfninni eru á facebook síðu skólans .
Myndagallerí
![Beðið eftir útskrift](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_111346.jpg)
Beðið eftir útskrift
![Stúdínur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_111550.jpg)
Stúdínur
![Stúdentar](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_111644.jpg)
Stúdentar
![Hópmyndataka](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_122245.jpg)
Hópmyndataka
![Skólahljómsveit Mosfellsbæjar](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_133310-scaled.jpg)
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
![Stúdínur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135002-scaled.jpg)
Stúdínur
![Rauðar húfur í myndatöku](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_122030.jpg)
Rauðar húfur í myndatöku
![Glæsilegur hópur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_122159.jpg)
Glæsilegur hópur
![Listnámsnemendur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135316-scaled.jpg)
Listnámsnemendur
![Nemendur af bóknámsbrautum](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135337-scaled.jpg)
Nemendur af bóknámsbrautum
![Verknámsnemendur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135201-scaled.jpg)
Verknámsnemendur
![Verknámsnemendur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135231-scaled.jpg)
Verknámsnemendur
![Glaðbeittir nemendur brautskrást](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135252-scaled.jpg)
Glaðbeittir nemendur brautskrást
![Ársæll Guðmundsson heldur tölu](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_145454-scaled.jpg)
Ársæll Guðmundsson heldur tölu
![Þorgeir Guðmundsson, kennari, hafði yfirumsjón með streymi athafnarinnar.](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_1454010-scaled.jpg)
Þorgeir Guðmundsson, kennari, hafði yfirumsjón með streymi athafnarinnar.
![Sönghópur Borgarholtsskóla](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_144825-scaled.jpg)
Sönghópur Borgarholtsskóla
![Snorri Bergsson hélt ræðu 10 ára útskriftarnema](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_144556-scaled.jpg)
Snorri Bergsson hélt ræðu 10 ára útskriftarnema
![Rauðar húfur](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_144339-scaled.jpg)
Rauðar húfur
![Nemendur í kvikmyndagerð sáu um beint streymi frá athöfninni](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_140126-scaled.jpg)
Nemendur í kvikmyndagerð sáu um beint streymi frá athöfninni
![Nemendur ganga í salinn ásamt Ástu og Ársæli](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135959-scaled.jpg)
Nemendur ganga í salinn ásamt Ástu og Ársæli
![Flottur hópur nemenda](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_135507-scaled.jpg)
Flottur hópur nemenda
![Stefán Fannar fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttaakademíu og félagsgreinum.](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_150419-scaled.jpg)
Stefán Fannar fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttaakademíu og félagsgreinum.
![Andri Haukur Vilhelmsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í grafískri hönnun](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_1504400-scaled.jpg)
Andri Haukur Vilhelmsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í grafískri hönnun
![Aníta Rós Valsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í leiklist og frábært starf í þágu nemendafélagsins. Hér er hún með Guðný Maríu sviðsstjóra listnáms.](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_150550-scaled.jpg)
Aníta Rós Valsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í leiklist og frábært starf í þágu nemendafélagsins. Hér er hún með Guðný Maríu sviðsstjóra listnáms.
![Nökkvi Jarl var kynnir](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_140549-scaled.jpg)
Nökkvi Jarl var kynnir
![Ásta Laufey sagði frá nýafstaðinni önn](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_140702-scaled.jpg)
Ásta Laufey sagði frá nýafstaðinni önn
![Tinna María Stefnisdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi en hún útskrifaðist úr vélvirkjun með viðbótarnám til stúdentsprófs](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_142812-scaled.jpg)
Tinna María Stefnisdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi en hún útskrifaðist úr vélvirkjun með viðbótarnám til stúdentsprófs
![Aníta Rós Valsdóttir hélt ávarp útskriftarnema](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_144058-scaled.jpg)
Aníta Rós Valsdóttir hélt ávarp útskriftarnema
![Nemendur með hvíta kolla](https://wp.borgo.is/wp-content/uploads/20241220_144326-scaled.jpg)
Nemendur með hvíta kolla