25/01/2026 | Ritstjórn
Átta liða úrslit í Gettu betur

Júlía Kristín, Daníel Orri og Jóhann Fróði sigursælt lið skólans
Þau Júlía Kristín Eyþórsdóttir, Jóhann Fróði Ásgeirsson og Daníel Orri Gunnarsson skipa lið skólans í Gettu betur. Þau hafa nú unnið báða andstæðinga sína í útvarpi og eru þar með komin í átta liða úrslit sem fram fara í sjónvarpssal. Það er alltaf ánægjuefni þegar nemendum gengur vel í þessari keppni og er liðinu óskað velfarnaðar í komandi viðureignum.


