Líf í borgarholtsskóla

25/01/2026 | Ritstjórn

Átta liða úrslit í Gettu betur

Júlía Kristín, Daníel Orri og Jóhann Fróði sigursælt lið skólans

Júlía Kristín, Daníel Orri og Jóhann Fróði sigursælt lið skólans

Þau Júlía Kristín Eyþórsdóttir, Jóhann Fróði Ásgeirsson og Daníel Orri Gunnarsson skipa lið skólans í Gettu betur. Þau hafa nú unnið báða andstæðinga sína í útvarpi og eru þar með komin í átta liða úrslit sem fram fara í sjónvarpssal. Það er alltaf ánægjuefni þegar nemendum gengur vel í þessari keppni og er liðinu óskað velfarnaðar í komandi viðureignum.

small_image