Líf í borgarholtsskóla

06/05/2024 | Ritstjórn

Dimmission

Hópurinn fyrir utan skólann

Hópurinn fyrir utan skólann

Tilvonandi útskriftarnemar Borgarholtsskóla vorið 2024 dimmiteruðu föstudaginn 3. maí.

Nemendur borðuðu morgunmat með starfsfólkinu og færðu því súkkulaðiköku að kveðjugjöf. Nemendurnir fóru svo í miðbæinn þar sem farið var í ratleik og í önnur ævintýri. Nemendur voru í fjölbreyttum búningum að vanda en þar mátti finna Svamp Sveinsson, men in black, nunnur og kúreka.

Það er alltaf ljúfsárt að kveðja útskriftarnemendur en svona flottur hópur á framtíðina fyrir sér. Þeim er þakkað kærlega fyrir að augða okkar skólasamfélag síðustu ár.